RHÍ Fréttir

nr. 25 apríl 1995

  

  

Steingrímur Birgisson

Breytingar á upplýsingakerfi HÍ

Með tilkomu World-Wide Web hefur umferð um netið aukist gífurlega. Fólk er oft að sækja mikið af gögnum, jafnvel til útlanda og oft eru menn að sækja sömu hlutina aftur og aftur. Til að stemma stigu við allri þessari netumferð hafa á mörgum stöðum verið settir upp svokallaðir Proxy þjónar.

Hlutverk Proxy þjóns er að geyma allar þær upplýsingar staðbundið sem mest eru sóttar út í heim á Internet með það fyrir augum að minnka álagið á útlandatengingunni fyrir Internet. Settur hefur verið upp Proxy þjónn sérstaklega fyrir Háskólasvæðið en honum ætlað taka við hlutverki Proxy þjóns SURÍS sem hefur hingað til þjónað öllu landinu.

Þetta þýðir að þegar fólk er að sækjast eftir sama efni er það einungis sótt einu sinni yfir útlandatenginguna en eftir það á Proxy þjóninn.

Stærðin á geymsluforðanum (cache) á Proxy þjóni Háskólans er 800 MB en er 400 MB hjá Proxy þjóni SURÍS þannig að álagið á útlandatenginguna ætti að minnka vegna netumferðar til Háskólans.

Þeir sem eru með Netscape uppsett hjá sér undir Windows eða á Macintosh ættu að breyta stillingum sínum á eftirfarandi hátt í „Preferences" undir „Options" í valrönd í Netscape:

FTP, Gopher,HTTP og WAIS proxy vísi á proxy.rhi.hi.is, port 8080. „No proxy" ætti að vera sett á hi.is.

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ