VPN fyrir Windows XP

ATH: Nauðsynlegt er að vera administrator á vél til að setja upp tenginguna.

ATH að ekki er hægt að tengjast með VPN-i ef þú ert nú þegar tengd(ur) neti HÍ.

1. Smellið á "Start" hnappinn - "Connect to" og veljið þar "Show all connections" (einnig er hægt að fara í Start - Control Panel - Network connections)

Start - Connect to - Show all connections

2. Veljið hér "Create new connection":

Network connections - Create a new connection

3. Smellið á "Next"

New Connection Wizard

4. Veljið "Connect to the network at my workplace" og smellið á "Next":

Connect to the network at my workplace

5. Veljið "Virtual Private Network connection" og smellið á "Next":

Virtual Private Network connection

6. Skýrið tenginguna, td. "Háskóli Íslands" og smellið á "Next".

Connection Name

7. Veljið "Do not dial the initial connection" og smellið á "Next":

Public Network - Do not dial the initial connection

8. Hér er skrifað inn nafn þjónustunnar, vpn.hi.is og smellt á "Next"

VPN Server Selection

9. Gott er að haka við "Add a shortcut to this connection to my desktop" og þá getið þið auðveldlega tengst í framtíðinni með því að smella á Háskóli Íslands tenginguna sem kemur á skjáborðið. Smellið á "Finish".

Completing the new Connection Wizard

10. Hér er látið inn notandanafn og lykilorð og fyrir aftan það er bætt við @starfsm.hi.is ef um starfsmann er að ræða eða @nemendur.hi.is ef um nemanda er að ræða.
ATH EKKI ER UM SÉRSTAKT VPN LYKILORÐ AÐ RÆÐA Í ÞESSU TILFELLI HELDUR ÞAÐ SAMA OG NOTAÐ ER Í UGLU OG TÖLVUPÓSTI.
Í framhaldinu er smellt á "Properties"

Connect Háskóli Íslands

11. Veljið "Security" flipann og breytið þar stillingum svona:

  • Hakið við "Advanced custom settings".
  • Smellið á "Settings"

VPN connection Properties

12. Í eftirfarandi glugga þarf að velja eftirfarandi:

  • Fyrir "Data encryption" veljið þið "Maximum strength encryption"
  • Takið út hakið fyrir "Microsoft CHAP (MS-CHAP)" þannig að einungis er hakað við "Microsoft CHAP Version 2(MS-CHAP v2)"
  • Smellið á "OK"

Advanced Security Settings

13. Nú þarf að breyta stillingu undir Networking flipanum:
 

  • "Type of VPN" þarf að vera stillt á "PPTP VPN" og síðan smellt á "OK"

VPN properties - Networking

14. Nú ættir þú að ná að tengjast.

Connect Háskóli Íslands

ATH að haka við "Anyone who uses this computer" ef um sér administrator aðgang er að ræða (líkt og starfsmannavélar HÍ)

15. Ef tenging næst ekki geta ástæðurnar verið nokkrar:
 

  • Tölvan getur verið með öfluga vírusvörn sem er með eldvegg sem hleypir ekki VPN tengingunni í gegn. Prófið þá að slökkva á eldveggnum í vörninni.
  • Þú ert að reyna að tengjast VPN-i en ert nú þegar staðsett á neti HÍ. Þú ert á neti HÍ ef þú ert á Stúdentagörðunum, ert þrálaust tengd(ur) HINET, ert með ADSL í gegnum UTS eða ert með starfstöð í byggingum HÍ.
  • Ef hvorugt af þessu á við getur þú prófað að taka af DNS. Þá ferðu aftur í Properties á tengingunni. Smellir á "Internet Protocol (TCP/IP)" og smellir á "Properties"

VPN properties - Networking

16. Smellir því næst á "Advanced".

Internet Protocol (TCP/IP) Properties

17. Hakar hér við "Use default gateway on remote network"

Advanced TCP/IP Settings

Ef upp koma vandamál, vinsamlega hafið samband við Tölvuþjónustuna á Háskólatorgi eða Stakkahlíð. Sími 5254222. Tölvupóstur help@hi.is