VPN fyrir Windows Vista

Svona á að setja upp VPN tengingu í Windows Vista:

ATH að ekki er hægt að tengjast með VPN-i ef þú ert nú þegar tengd(ur) neti HÍ.

1. Hægri smellið á tölvutáknið neðst í hægra horni á skjánum og veljið "Connect to a network".

Connect ta a network

2. Veljið "Set up a connection or network"

Set up a connection or network

3. Veljið á þeim lista "Connect to a Workplace" og smellið á "Next"

Connect to a workplace

4. Svo er valið "Use my Internet connection (VPN)."

Use my Internet Connection (VPN)

5. Hér skrifar þú "vpn.hi.is" í Internet address og velur svo nafn á tenginguna. Hakið við "Don't connect now" því við þurfum að laga fleiri stillingar áður en það er hægt. Því næst er smellt á "Next"

Connect to a workplace

6. Hér þarf að setja inn notandanafn og lykilorð. Þið notið sama notandanafn og í Uglu nema nemendur bæta aftan við @nemendur.hi.is og starfsmenn bæta aftan við @ starfsm.hi.is (t.d. abc1@nemendur.hi.is eða abcabc@starfsm.hi.is). Þú notar svo sama lykilorð og þú notar fyrir Ugluna. Hakið við "Remember this password" ef tölvan á að muna lykilorðið. Því næst er smellt á "Create".

 

Type your user name and password

7. Því næst er aftur farið í "Connect to a network"

Connect ta a network

8. Hægri smellið á VPN tenginguna og veljið "Properties".
Undir "Security" flipanum, hakið við "Advanced (custom settings)" og smellið á "Settings".

VPN properties - Security

9. Veljið "Maximum strength encryption" fyrir Data encryption. Hafið einungis hakað við "Microsoft CHAP Version 2" og smellið á "OK"

Advanced Security Settings

10. Undir "Networking" flipanum veljið "PPTP VPN" fyrir "Type of VPN"

VPN properties - Networking

11. Einnig undir networking flipanum er gott að athuga hvort ekki sé hakað við "Use default Gateway on remote network".
Smellið á "Internet Protocol Version 4 (TCP/IPv4)

VPN properties - Networking

12. Smellið því næst á "Advanced".

Internet Protocol (TCP/IP) Properties

13. Athugið hér hvort ekki sé örugglega hakað við "Use default Gateway on remote network". Smellið því næst á "OK" þangað til allir gluggar eru lokaðir.

Advanced TCP/IP Settings

Nú er allt tilbúið og nú getið þið tengst Háskólanetinu.

Upp getur komið gluggi sem gerir ykkur kleift að velja ýmist "Home", "Work" eða "Public location". Best er að velja "Public location" þar sem öryggið er mest þar. Smellið svo á "Close"