ATH eftir nýjustu uppfærslu stýrikerfisins (10.12 Sierra) styður Apple ekki lengur PPTP tengingar og því virka þessar leiðbeiningar ekki fyrir það stýrikerfi. Unnið er að lausn á þessu útspili Apple.
Svona á að tengja VPN tengingu í MacOs Leopard:
1. Smelltu á "Eplið" og veldu "System Preferences" og smelltu þar á "Network".
2. Veldu plúsinn neðst í vinstra horni:
3. Smelltu á örina til hægri í vallistanum og veldu eftirfarandi:
- Interface: VPN.
- VPN Type: PPTP
- Service Name: Háskóli Íslands.
Smelltu svo á Create
4. Því næst þarf að breyta stillingum á eftirfarandi hátt:
- Server Address: vpn.hi.is
- Account name: fyrir starfsmenn: notandanafn@starfsm.hi.is og fyrir nemendur: notandanafn@nemendur.hi.is
- Encryption: Maximum (128 bit only)
- Authentication Settings: Setur hér inn lykilorðið þitt, það sama og þú notar í Uglu.
- Hakið við "Show VPN status in menu bar"
Smellið því næst á "Advanced" takkann.
5. Þegar þið eruð komin í Advanced, þá smellið þið á Options flipann og hakið við eftirfarandi:
- Diconnect when switching user accounts
- Diconnect when user logs out
- Send all traffic over VPN connection
- Ekki haka við Use verbose logging
6. Smelltu á "OK" og því næst á "Connect"
ATH að þú getur ekki tengst með VPN ef þú ert nú þegar tengd(ur) neti HÍ.
Nú ætti tengingin að vera orðin virk og glugginn að líta nokkurnveginn svona út:
7. Í valröndinni efst (menu bar) er nú komið tákn fyrir VPN tengingu Háskólans og til að tengjast eða aftengjast þarf nú einungis að smella það tákn og velja aðgerð.