VPN fyrir MacOs 10.4 - Tiger

Hér eru leiðbeiningar um það hvernig VPN tenging er upp í Makka með MacOs Tiger (Hvaða stýrikerfi er ég með?).

1. Smelltu á MacHD (iconið fyrir harða diskinn) á skjáborðinu og veldu þar "Application". Tvísmelltu á "Internet Connect"

Applications - Internet Connect

2. Smelltu á VPN:

VPN

3. Í næsta skrefi er valið "PPTP" og smellt á "Continue":

Your Computer needs to be set up to make VPN connections - PPTP

(ATH.  Ef þú hefur ekki möguleikann hér á að velja "PPTP", lokaðu þá þessum glugga, tvísmelltu á "Internet Connect", smelltu á "File" og veldu "New VPN Connection" - nú ættirðu að geta valið "PPTP")

4. Því næst þarf að breyta stillingum á eftirfarandi hátt:

  • Description: Hér er tengingunni gefið heiti, t.d. Háskóli Íslands VPN
  • Server Address: vpn.hi.is
  • Account Name: Notendanafnið þitt með @nemendur.hi.is (ef þú ert nemandi) eða @starfsm.hi.is (ef þú ert starfsmaður) fyrir aftan. Dæmi fyrir nemanda: abc1@nemendur.hi.is Dæmi fyrir starfsmann: abc1@starfsm.hi.is
  • Password: lykilorðið þitt. Það sama og í Uglu.
  • Encryption: Þar velið þið Maximum

Næst er smellt á "OK"

VPN settings

5. Smellið á "Connect" í næsta glugga og hafið hakað við "Show VPN status in menu bar":

VPN (PPTP)

6. Í valröndinni efst er nú komið tákn fyrir VPN tengingu Háskólans og til að tengjast eða aftengjast þarf nú einungis að smella það tákn og velja "Connect to Háskóli Íslands":

Connect to Háskóli Íslands