VPN fyrir iPad og iPhone - iOS 10 og nýrra

Fylgið eftirfarandi leiðbeiningum til að setja upp VPN tengingu HÍ í iPhone og iPad með iOS 10 og nýrra. Ef þið eruð með eldra iOS þá getið þið notað þessa aðferð eða þessa hér: VPN fyrir iPad og iPhone - iOS 9 og eldra

Smellið hér ef þið eruð ekki viss um hvaða iOS þið eruð með: Hvaða iOS er ég með?

1) Farið í App Store í tækinu ykkar:
App Store

2) Skrifið í leitargluggann "openvpn connect" og veljið þann hugbúnað í listanum:
Leitið að openvpn connect

3) Finnið OpenVPN Connection framleitt af OpenVPN Technology og smellið fyrst á "Get" og svo "Install":
Smellið á Get og svo Install

4) Nú kemur upp röð af gluggum sem þið þurfið að svara. Setjið inn lykilorð tækisins, samþykkið skilmála og byrjið niðurhal:
Samþykkið skilmála

5) Nú er OpenVPN Connect komið í tækið ykkar. Opnið OpenVPN Connect:
Opnið OpenVPN Connect

6) Sækið nú client uppsetningarskrána með því að smella á takkann hér að neðan eða tengilinn hér: client.ovpn
Sækja eduroam skrá

7) Þegar tækið er búið að sækja skránna opnið hana þá með OpenVPN Connect með því að smella á tengilinn "Open in "OpenVPN"":
Opnið með OpenVPN Connect

8) Nú er OpenVPN Connect opið. Finnið svæðið sem kallast "New profiles are available" og smellið á græna plúsinn fyrir aftan "openvpn.rhi.hi.is":
Bætið við openvpn.rhi.hi.is með því að smella á plúsinn

9) Nú opnast þessi gluggi. Setjið inn eftirfarandi upplýsingar:

  • User ID: Þitt notandanafn (ekki með @hi.is)
  • Password: Sama lykilorð og þú notar fyrir Uglu og vefpóst
  • Save: Merkið við "Save" ef þetta er ykkar tæki. Það flýtir tengingu við VPN síðar

Smellið því næst á "Connection" takkann til að tengjast VPN-i háskólans:
Setjið inn eftirfarandi upplýsingar

10) Nú ætti glugginn að líta svona út og þá sést að þið eruð tengd VPN-i háskólans. Smellið á "Connection" takkan til að aftengjast:
VPN tengt

11) Þegar þetta er allt komið inn er bæði hægt að tengjast VPN-i með því að fara inn í OpenVPN Connection appið og smella þar á "Connection" takkann (skref 9 og 10) eða fara í "Settings":
Settings

12) Og smellt þar á "VPN Connecting" takkann. Til að það virki þarftu að hafa merkt við "Save" í skrefi 9:
VPN í settings