VPN fyrir Android

Hér má finna leiðbeiningar hvernig þú setur upp VPN tengingu fyrir Android síma og spjaldtölvur.

ATH að ekki er hægt að tengjast með VPN-i ef þú ert nú þegar tengd(ur) neti HÍ.

 

1) Farið í "Settings":

Settings

 

2) Smellið því næst á "More" undir "Wireless and Networks":

Settings - More

 

3) Smellið á "VPN":

Wirless and networks - More

 

4) Hér sjáið þið lista af þeim VPN tengingum sem þið hafið sett upp. Hér mun VPN fyrir HÍ sjást þegar við höfum sett hana upp. Ef við erum að tengjast VPN-i háskólans í fyrsta skipti þá smellum við á "Add VPN network":

Add VPN network

 

5) Setjið inn eftirfarandi upplýsingar og smellið á "Save":

  • Name: Nafn á tenginu. Má vera hvað sem er.
  • Type: Veljið PPTP
  • Server address: vpn.hi.is
  • Hakið við "PPP encryption (MPPE)"

Add VPN network

 

6) Nú er allt klárt til að tengjast. Setjið því inn réttar upplýsingar hér og smellið því næst á "Connect":

  • Username: Hér setjið þið inn notendanafnið ykkar og bætið aftan við @nemendur.hi.is ef þið eruð nemendur eða @starfsm.hi.is ef þið eruð starfsmenn (t.d. abc1@nemendur.hi.is).
  • Password: Sama lykilorð og þið notið í Uglu og tölvupóst HÍ.
  • Ef þið eruð með lás til að opna tækið (pin, pattern o.s.frv.) þá getið þið hakað við "Save account information" til að láta tækið muna þessar upplýsingar.

Connect to VPN

 

7) Nú er tækið tengt VPN-i háskólans. Munið að koma aftur hingað (skref 1-4) til að aftengja tækið eða tengja það aftur við VPN háskólans.

VPN connected