Vefverksmiðja

Logo Vefverksmiðju

Innan Háskólans er starfandi hópur sem hefur það hlutverk að halda ytri vefjum Háskólans gangandi. Þessi hópur skipar Vefverksmiðjuna. Hópurinn er samsettur úr starfsfóki Reiknistofnunar ásamt aðilum frá öðrum sviðum. Hér er Vefverksmiðjan og starf hennar skilgreint.

Hlutverk og Leiðarljós

Hlutverk

  • Að bjóða háskólasamfélaginu upp möguleika til að setja fram vefi fyrir landsmenn að skoða.
  • Að efla aðalvef háskólans.

Leiðarljós

  • Að sú þjónusta sem veitt er sé vel skilgreind og vel kynnt.
  • Að boðleiðir til, frá og innan Verksmiðjunni séu skýrar og einfaldar.
  • Að innri ferli Verksmiðjunnar séu skráð, þeim sé fylgt og þau endurskoðuð reglulega.

Líkan

Starfseminni má lýsa með líkani sem á við um flestar þjónustueiningar. Sem flestum fyrirspurnum er reynt að stýra í skilgreind ferli, svo hægt sé að leysa þær á skjótann og fyrirsjáanlegan hátt.

Almennt þjónustulíkan

 

Þjónustur

Hlutverk sem sett er fram í stefnu kallar á ákveðnar þjónustur.

Yfirlit yfir þjónustur Vefverksmiðju

Viðmót

Þjónusta Vefverksmiðju er aðgengileg á sama hátt og þjónusta Reiknistofnunar í heild sinni. Meginviðfangsefni Vefverksmiðjunnar eru tvíþætt; efni og tækni. Beiðnum varðandi efni skal beint á efni@hi.is. Beiðnum varðandi tæknileg atriði skal beint á help@hi.is. Ef um er að ræða þjónustusamning eða stærri verkefni skal snúa sér til verkefnisstjóra og í kjölfarið er komið á sérstökum boðleiðum.

Þjónustumódel

Ferli

Fylgja þarf ákveðnum ferlum til að útfæra auglýstar þjónustur. Ferlin skilgreina aðferðir, ábyrgð og afurðir. Ferlunum er nánar lýst í ferlasanfi reiknistofnunar.

Vörulína

Vefverksmiðjan framleiðir og/eða þjónustar fjölmarga vefi.  Þeim má skipta í fjóra meginflokka

  • Aðalvefur
  • Stofnanavefir
  • Sérvefir
  • Einkavefir

Frekari upplýsingar má sjá á vefsíðunni Veflausnir Reiknistofnunar.