Vefsíða birtist ekki - Access forbidden

Ef að upp kemur "Access forbidden" á heimasíðu notenda eftir að búið er að flytja efni á milli þá hefur það með réttindamál að gera.

Nokkrar leiðir eru til að leysa þetta.

1. Mappa www drifið

Best er að "mappa" heimasíðusvæðið beint og draga þannig gögnin beint yfir á svæðið. Þá lenda notendur ekki í þessum réttindavandamálum. Heimasíðusvæðið er "mappað" með slóðinni \\heima.rhi.hi.is\www . Það er ekki nóg að mappa \\heima.rhi.hi.is\notandanafn og fara þar inn í möppuna .public_html og draga gögn þar inn, því þá lendir maður einmitt í réttindavandamálum. Sjá hér hvernig þið mappið heimasíðusvæðið.

2. Gefa réttindi á möppur

Ef þú ert með svæðið mappað getur þú hægrismellt á viðkomandi möppu eða skjal og gefið aðgang. Hægrismelltu á viðkomandi möppu eða skjal og veldu properties. Þar er hægt að breyta aðgangi. Sjá ferlið hér (Windows):

 1. Hægrismella á viðeigandi möppu/skrá og velja "Properties".
 2. Velja flippann "Security"
 3. Smella á "Edit" hnapp.
 4. Valmynd merkt "Group or user names:" sýnir hópa sem gætu haft
  aðgang og önnur valmynd fyrir neðan merkt "Permissions for X", þar
  sem X er valinn hópur, sem sýnir hvaða aðgang hópurinn hefur. Velja
  hvern hóp og haka við reitina "Read & Execute" og "Write". Svo smella á
  "OK" hnappinn og aftur á "OK" hnappinn í Properties.

 

3. Gefa réttindi á allt vefsvæðið

Til að setja almenn lesréttindi inná vefsvæðið þitt þarft þú að logga þig inná Kötlu og gefa skipunina "rettindi". Þú þarft að hlaða niður forriti sem gerir þér kleift að gera það td. Putty: Frjáls, opinn og frír hugbúnaður

Þegar þú hefur hlaðið niður forriti og sett það upp tengist þú Kötlu með því að setja undir host name: katla.rhi.hi.is og í framhaldi notandanafn og lykilorð.

Þá gefurðu skipunina "rettindi" beint í skipanalínu og smellir á "Enter". Þetta breytir réttindum á public svæðinu og ættu þessar línur að sjást í kjölfarið:

Set aðgang drwx--x--x á /vd/notandanafn
Set aðgang drwx------ á ~/Mail
Set aðgang drwx------ á ~eudora
Set aðgang drwxr-xr-x á ~/.public_html og öll skráasvæði þar undir
Set almennan lesaðgang á allar skrár undir ~/.public_html

Gefa skipunina réttindi í Kötlu