Útskrift nemenda og aðgangur að UTS

ÚtskriftAllir þeir nemendur sem útskrifast og eru með nýju notendanöfnin (3 eða 4 bókstafir og síðan tölustafir þar á eftir t.d abc12) halda sínu netfangi og aðgangi að Uglu.

Nemendur halda netfanginu sínu og hægt er að útbúa síu til að áframsenda allan póst sem berst á háskólanetfangið á annað netfang sem viðkomandi kemur sér upp. Notendur geta sett upp áframsendingu í vefpóstinum, sjá leiðbeiningar hér: Sogo - Áframsending á pósti
Ef þið munið ekki lykilorðið þá getið þið beðið um áframsendingu á netfangi með því að senda okkur beiðni á help@hi.is.

Aðgangur að Uglu helst að því leiti að nemendur geta séð þau námskeið, einkunnir o.fl er varðar þeirra nám. Öll önnur þjónusta svo sem eins og umsókn um netaðgang, "skrárnar mínar" o.fl verður hins vegar ekki lengur í boði.

Athugið vel að önnur þjónusta UTS mun ekki lengur vera til staðar. Þar má helst nefna heimasvæði notenda og því er nauðsynlegt fyrir nemendur að taka afrit af þeim gögnum áður en aðgangi verður lokað. Einnig lokast önnur svæði eins og t.d. uni.hi.is og blog.hi.is.

Aðgangur að netþjónustu og þá meðtalin ADSL þjónusta mun verða óvirk nokkrum vikum eftir útskrift.