Uppsetning á Seafile í Windows og tenging við geymsla.hi.is

Hér er sýnt hvernig þið setjið upp Seafile hjá ykkur á Windows tölvu og þannig nálgast öll gögn á geymsla.hi.is og getið unnið beint með þau í vélinni ykkar:

1) Neðst á síðunni geymsla.hi.is er að finna tengil að biðlurum. Smellið á hann eða farið beint hingað: https://www.seafile.com/en/download/
Biðlarar

2) Veljið nýjustu útgáfu af "Seafile Client for Windows". Nýjasta útgáfan er efst:
Veljið nýjustu útgáfu

3) Visitið uppsetningaskránna á vélina ykkar og opnið hana svo:
Vistið skránna

4) Windows getur komið upp með svona öryggisglugga. Seafile er öruggt svo smellið því hér á "More info":
Veljið "More info"

5) Smellið síðan á "Run anyway":
Smellið á "Run anyway"

6) Nú hefst uppsetningin með þessum glugga. Smellið á "Next":
Welcome to Seafile Setup

7) Smellið svo á "Install":
Ready to install

8) Þá er Seafile komið á vélina og nú á bara eftir að tengja það við geymsla.hi.is. Smellið á "Finish":
Seafile komið inn

9) Nú eruð þið beðin um að velja hvar þið viljið hafa Seafile möppuna staðsetta á tölvunni ykkar. Best er að notast við það sem gefið er upp en ef þið viljið breyta staðsetningunni þá getið þið það. Smellið á "Next":
Veljið möppu á vélinni

10) Setjið inn eftirfarandi upplýsingar:

  • Server: https://geymsla.hi.is
  • Email/Username: Hér setjið þið inn fullt netfang með @hi.is. T.d. abc123@hi.is
  • Password: Það sama og inn í Uglu
  • Computer Name: Hér setjið þið inn einhverja lýsingu á þeirri tölvu sem þið eruð að setja Seafile inn á. Þetta er gert til að þekkja þau tæki í sundur sem eru tengd við geymsla.hi.is

Smellið síðan á "Login":
Stillingar fyrir tengingu við geymsla.hi.is

11) Í lokin eruð þið spurð hvort þið viljið hala niður sjálfgefna safninu (My Library). Við mælum með því að þið gerið það og smellið því á "Yes":
Download Default Library

12) Nú er Seafile tengt við geymsla.hi.is. Smellið hér á "Open" til að opna möppuna eða "Finish" til að loka glugganum og fá upp Seafile biðlarann (client):
Seafile er nú tengt við geymsla.hi.is