Hér er sýnt hvernig þið setjið Seafile á iPhone og iPad og tengið það síðan við háskólasvæðið ykkar (geymsla.hi.is).
Seafile sótt í AppStore:
1) Farið í AppStore og leitið að "Seafile". Smellið því næst á "Seafile". Smellið þar svo á "Get". Því næst á "Install" og loks "Open":
Seafile tengt við geymsla.hi.is:
2) Þegar þið opnið Seafile í fyrsta skipti þá gætuð þið fengið upp spurningar eins og hvort þið viljið leyfa Seafile að hafa aðgang að myndunum ykkar. Hér ráðið þið hvort þið veljið það en það gæti verið þægilegt að hafa aðgang að þeim í gegnum Seafile:
3) Síðan fáið þið upp þennan skjá. Smellið á "Add Acount" og veljið síðan "Other Server":
4) Setjið inn eftirfarandi stillingar:
- Merkið við https
- https://: Setjið inn https://geymsla.hi.is
- Email: Setjið hér inn netfangið ykkar í HÍ
- Password: Setjið hér inn sama lykilorð og þið notið í Uglu og vefpóst
Smellið því næst á "Login":
5) Nú er tækið tengt við geymsla.hi.is og þannig getið þið nálgast öll ykkar gögn sem eru á geymsla.hi.is í iPhone og/eða iPad tækinu ykkar. Einnig er auðvelt að setja inn gögn og myndir í möppur í iPhone/iPad tækinu sem þá er samstundis komið inn á geymsla.hi.is
6) Smellið á "Libraries" til að sjá öll þau söfn sem þið hafið aðgang að. Neðst er að finna ýmsar aðgerðir eins og t.d. "Settings":
7) Þegar þið smellið á "Libraries" í skrefinu hér að ofan opnast þessi gluggi. Þar sjáið þið öll ykkar söfn undir "My Own Libraries". Þar fyrir neðan sjáið þið svo þau söfn sem búið er að deila með ykkur. Þar eru einnig söfn sem þeir hópar sem þið eruð hluti af hafa aðgang að: