Uppsetning á Seafile í Android og tenging við geymsla.hi.is

Hér er sýnt hvernig þið setjið Seafile á Android tæki og tengið það við háskólasvæðið ykkar (geymsla.hi.is).

Seafile sótt í Google Play Store:

1) Farið í Google Play Store og leitið að "Seafile". Smellið því næst á "Seafile":
Seafile í Google Play Store

2) Smellið á "Install" og bíðið þar til tækið hefur sett inn Seafile:
Seafile - Install

Seafile tengt við geymsla.hi.is:

3) Þegar "Seafile" opnast í fyrsta skipti fáið þið upp þennan skjá. Smellið á "Add Acount":
Welcome to Seafile

4) Veljið hér "Other Seafile Server":
Other Seafile Server

5) Setjið inn eftirfarandi stillingar:

  • Hakið við https
  • https://: Setjið inn https://geymsla.hi.is
  • Email: Setjið hér inn netfangið ykkar í HÍ
  • Password: Setjið hér inn sama lykilorð og þið notið í Uglu og vefpóst

Smellið því næst á "Login":
Seafile stillingar fyrir geymsla.hi.is

6) Nú er tækið tengt við geymsla.hi.is og þannig getið þið nálgast öll ykkar gögn sem eru á geymsla.hi.is á Android tækið ykkar. Einnig er auðvelt að setja inn gögn og myndir í möppur í Android tækinu sem þá er samstundis komið inn á geymsla.hi.is:
Seafile Libraries