Tölvupóstur settur upp í iPhone og iPad

Hér eru leiðbeiningar hvernig þið setjið Háskólapóstinn upp í iPhone og iPad.

 

1. Byrjið á því að smella á Settings í aðalvalmynd.

Settings

 

2. Veljið því næst Mail, Contacts, Calendar.

Mail, Contacts, Calendar

 

3. Veljið "Add Account"

Add Account

 

4. Hér eruð þið spurð hvernig póstþjóni þið viljið tengjast og þar veljið þið "Other"

Other

 

5. Veljið næst "Add Mail Account"

Add Mail account

 

6. Hér skrifið þið nafnið ykkar (fullt nafn), netfang hjá HÍ,
lykilorðið ykkar (sama og í Uglu) og loks "Description" eða lýsingu.
Lýsingin má í raun vera hvað sem ykkur dettur í hug en gott er nota t.d.
Háskólapóstur eða bara HÍ.

New Account

 

7. Mjög mikilvægt er að velja "IMAP" í þessu skrefi. Því næst fyllið þið út eftirfarandi reiti:

  • Name: Fullt nafn
  • Email: netfangið ykkar hjá HÍ
  • Description: Lýsing

Svo fyrir "Incoming Mail Server":

  • Host Name: imap.hi.is
  • User Name: notandanafnið ykkar (án @hi.is)
  • Lykilorð: Sama og í Uglu

Fyrir Outgoing Mail Server eru stillingarnar svona:

  • Host Name: smtp.hi.is
  • User Name: notandanafnið ykkar (án @hi.is)
  • Lykilorð: Sama og í Uglu

Smellið því næst á "Next" efst til hægri á skjánum.

imap stillingar
imap stillingar

8. Hér er "Mail" forritið sjálfvalið og nú smellum við á "Save" og þá er pósturinn tilbúinn til notkunar.

imap save

 

9. Til að skoða póstinn ykkar smellið þið einfaldlega á "Mail"
forritið. Til að sækja nýjan póst er nauðsynlegt að vera tengdur netinu í
gegnum þráðlaust net eða 3G/4G net.

Mail icon