1. Smelltu á Windows merkið. Skrifaðu eftirfarandi texta í search reitinn: \\nemprent.rhi.hi.is
2. Nú er beðið um lykilorð og notandanafn og þá þarf að slá inn CS\ á undan notandanafni og svo er notað sama lykilorð og í Uglu:
(Ef að þessi gluggi kemur ekki upp þá þarf að "mappa" þetta drif. Farðu þá í lið 10 og í staðinn fyrir að nota \\nemprent.rhi.hi.is\loginprent notar þú \\nemprent.rhi.hi.is . Þegar búið er að mappa þá ferðu aftur í lið 3.)
3. Nú opnast glugginn með prenturunum:
Hér eru upplýsingar um staðsetningu prentaranna
4. Til að tengjast prentara, þarf að hægrismella á viðkomandi prentara og velja Connect
5. Nú kemur upp viðvörunargluggi um að það vanti driver:
6. Smellið á OK og sækið driver fyrir viðkomandi prentara. Best er að nálgast driver-a á heimasíðum prentaranna eins og t.d. hér: http://www8.hp.com/us/en/drivers.html
7. Eftir að hann hefur verið settur inn og uppsetning hans kláruð þá þarf að vísa handvirkt í hann með því að smella á Have disk:
8. Þegar búið er að vísa í réttan driver þá er smellt á OK þangað til að uppsetning hefst. ATH að uppsetningin í Windows Vista getur tekið nokkuð langan tíma (ca 10 mín).
9. Til að þráðlausu prentararnir séu aðgengilegir næst þegar þú ætlar að prenta þá fyrlgir þú eftirfarandi skrefum. Hægri smelltu næst á Computer , og veldu Map network drive.
10. Sláðu inn í folder \\nemprent.rhi.hi.is\loginprent . Hakaðu við "reconnect at logon" og "Connect using different credentials". ATH að ekki skiptir máli hvaða bókstafur er valin fyrir Drive.
11. Smelltu á "Finish" og fylltu út með þínu notendanafni og lykilorði en gættu þess að setja CS\ á undan notandanafni.
12. Hakaðu við "Remember my credentials" og smelltu á "OK".
Frekari aðstoð má fá hjá Tölvuþjónustu UTS á Háskólatorgi og Stakkahlíð.