Þráðlaus prentun Windows 10

Hér er sýnt hvernig þið tengið prentara í tölvuverum HÍ við Windows 10 fartölvuna ykkar. Tölvan þarf að vera tengd þráðlausa neti HÍ (eduroam) til að þetta sé möguleiki.

1. Fyrst þurfum við að opna svæðið með þeim prenturum sem í boði eru. Skrifið \\nemprent.rhi.hi.is annað hvort beint í addressugluggann í hvaða möppu sem er eða smellið á Windows merkið til að opna "Start" valmyndina og skrifaðu eftirfarandi texta í leitar reitinn: \\nemprent.rhi.hi.is. Smellið svo á Enter.

Skjáskot af File explorer og Start valmyndinni með nemprent slóðinni í leitarreit.

2. Hér skrifar þú í "User name": CS\notandanafn (þitt HÍ notandanafn í staðinn fyrir notandanafn) og í password lykilorðið þitt. Hér er um að ræða sama notandanafn og lykilorð og inn á Uglu.

Windows Security gluggi  með reitum fyrir notandanafn og lykilorð.

3. Nú opnast glugginn með prenturunum. Hér eru upplýsingar um staðsetningu prentaranna.

4. Hægrismellið á prentarann sem þið viljið tengjast við og veljið Connect.

Gluggi með prenturum sem er hægt að tengjast.

5. Þá kemur upp viðvörunargluggi um að það vanti prentrekil (driver). Smellið á "OK":

Viðvörunargluggi.

6. Nú opnast þessi gluggi sem er með fjöldann allan af reklum (driver) fyrir hina og þessa prentara. Smellið á Windows Update til þess að fá fleiri valmöguleika. Athugið að það getur tekið nokkra stund áður en glugginn uppfærist.

Gluggi þar sem þarf að velja rekil fyrir prentarann.

7. Finnið réttan rekil fyrir prentarann sem þið viljið setja upp og smellið á OK. Þið sjáið hvaða tegund prentara um er að ræða í listanum yfir prentara.

Sami gluggi með ör sem bendir á rekil í listanum og OK hnappinn.

8. Ef prentarinn er ekki í listanum þá getið þið sótt þá flesta hér: http://www8.hp.com/us/en/drivers.html. Ef þið sækið rekil á netinu þurfið þið að setja hann upp og vísa svo handvirkt í hann með því að smella á "Have disk":

Sami gluggi með ör sem bendir á hnappinn "Have disk."

9. Þegar búið er að vísa í réttan rekil (driver) og smella á OK mun uppsetningin fara af stað. Eftir það ætti prentarinn að vera tilbúinn til notkunar.

10. Til þess að þráðlausu prentararnir séu aðgengilegir næst þegar þú ætlar að prenta þá þarft þú að "mappa" drifið. Fylgdu þessum leiðbeiningum í einu og öllu nema þar sem stendur "\\heima.rhi.hi.is\notandanafn" skrifar þú "\\nemprent.rhi.hi.is\loginprent": Mappa heimasvæði í Windows 10.