Þráðlaus prentun í MacOs - Tiger

Hér eru leiðbeiningar um það hvernig þráðlaus prentun er sett upp í Makka með MacOs Tiger stýrikerfinu.

1. Smelltu á MacHD (iconið fyrir harða diskinn) á skjáborðinu og veldu þar "Application".

Applications

2. Undir Application er valið "Print Setup Utility"

Printer Setup Utility

3. Smelltu því næst á "Add"

Add Printer

4. Í næsta glugga þarf að halda niðri Alt takkanum og smella á "More Printers" (þetta opnar Advanced möguleikann)

Printer Browser

5. Veldu "Advanced" og undir Device: "Windows Printer via SAMBA"

Windows Printer via Samba

6. Undir "Device name" velur þú nafn á prentarann (þægilegast að nefna þá eftir staðsetningu) og undir "Device URL" er skrifað:smb://CS\þitt_notandanafn:þitt_lykilorð@nemprent.rhi.hi.is/nafn_prentarans ( dæmi: smb://CS\user:xxxxxxxx@nemprent.rhi.hi.is/Oddi1Nem )
Sjá staðsetningu og nöfn prentara

Device Name og Device URL

7. Undir "print model" er valin tegund prentara.

Printer Browser - Printer Model

8. Í framhaldinu valinn réttur rekill (driver).

Printer Browser - Printer Model - Name

Að lokum er smellt á "ADD" og er prentarinn þá uppsettur.