SyncToy - Sjálfvirkt sync sett upp

Hér að neðan er sýnt hvernig hægt er að láta tölvuna sync-a sjálfkrafa við heimasvæði notenda á ákveðnum tímapunkti eða við ákveðnar aðstæður. Þannig þarf maður ekki sjálfur að standa í því að muna eftir að sync-a reglulega.

ATH að skjöl sem eru opin sync-ast ekki.

Munið að kanna eftir uppsetningu á sjálfkrafa sync-i hvort það sé ekki örugglega að virka t.d. með því að búa til prufumöppu á öðrum hvorum staðnum og sjá hvort hún flytjist yfir við næsta sync.