Stillingar og meðhöndlun tölvupósts

Hér er í stuttu máli farið yfir þær grunnstillingar sem fólk þarf að hafa í huga þegar póstur er settur upp í póstforriti. Athugið að ítarlegri myndaleiðbeiningar er að finna hér á vefnum undir Leiðbeiningar - Tölvupóstur - Póstforrit og veljið þar viðeigandi forrit.

Grunnatriðin:

Veljið IMAP uppsetningu - Við mælum eindregið með því að fólk haldi sig frá POP uppsetningum.

  • Incoming mail serverinn: imap.hi.is
  • Outgoing mail serverinn: smtp.hi.is

Notandanafnið og lykilorðið er það sama og notað er í Uglu og vefpóst (ath ekki hafa @hi.is)

Viðauki:

Best er að hafa servera á SSL/TLS. Ef hægt er að velja á milli TLS og SSL fyrir Outgoing þá er betra að velja TLS (í sumum farsímum þarf að nota StartTLS).

Einnig er hægt að prufa að nota STARTTLS fyrir bæði incoming og outgoing server.

Nánar :

  • Incoming serverinn á að vera stilltur á Port 993
  • Outgoing serverinn á að vera stilltur á Port 587