Stillingar á hópum

Eigendur og kerfisstjórar hópsins geta breytt eftirfarandi stillingum, ásamt því að gefa aðgengi:

1) Farið inn í hópinn og smellið á "Stjórna" og veljið þar flipann "Stillingar". Þar undir er hægt að breyta eftirfarandi:

  1. Smámynd: Hér getið þið sett inn mynd sem íkon fyrir hópinn. Það er mjög þægilegt að nota sjá íkon fyrir hópana þegar þeir eru orðnir fleiri en einn.
  2. Skipta um nafn: Hægt er að breyta nafninu á hópnum.
  3. Flytja: Hér getið þið gefið öðrum hópinn. Það þýðir að sá sem þið gefið hópinn er orðinn eigandi með öllum þeim réttindum sem því fylgir í staðinn fyrir þann sem áður var eigandi.
  4. Loka: Hér er hægt að loka hópnum. Það þýðir að öllu því sem deilt er með hópnum er ekki lengur deilt með honum og hópurinn birtist ekki hjá notendum. Eigendur af söfnum, möppum og skrám sem áður var deilt með hóppnum munu áfram hafa aðgang að þeim.

Stillingar hóps