Stillingar

Í stillingum er meðal annars hægt að skipta um tungumál og setja inn mynd.

Til að komast í stillingar þá smellið þið á notandaíkonið efst í hægra horninu og veljið þar "Stillingar":
Veljið "Stillingar"

Þegar þangað er komið er hægt að stilla eftirfarandi þætti sem farið verður nánar í hér að neðan:

  1. Persónuupplýsingar
  2. Tungumál
  3. Sjálfgefið Safn
  4. Eyða reikningi

1. Persónuupplýsingar

Þetta eru upplýsingar sem aðrir geta séð um ykkur. T.d. þegar þið eruð með öðrum notendum í hóp þá getið þið smellt á viðkomandi og fengið upp þær upplýsingar sem sá notandi hefur sett hér inn.

  • Smellið á "Breyta" til að setja inn nýja mynd af ykkur.
  • Skrifið inn nafnið ykkar og jafnvel einhverjar upplýsingar um ykkur eins og starfsheiti. Setjið svo inn nafn á ykkar deild eða stofnun í reitinn "Deild" og loks símanúmer.
  • Munið að smella á "Samþykkja" til að vista breytingar.

Stillingar persónuupplýsinga

2. Tungumál

Hér skiptið þið yfir í önnur tungumál. Smellið á það tungumál sem nú er valið og veljið í listanum það tungumál sem þið viljið hafa. Tungumálið breytist um leið og nýtt er valið:
Tungumálastilling

3. Sjálfgefið safn

Sjálfgefna safnið er það safn sem Seafile vistar allt efni í ef ekkert annað er gefið upp. Til að geta breytt þessu þarf að vera búið að búa til annað safn og velja það síðan hér með því að smella á "Veldu sjálfgefna safnið":
Sjálfgefnar safnstillingar

4. Eyða reikningi

Þetta skal aðeins gera ef þú vilt eyða þínum aðgangi að geymsla.hi.is og þar með eyða öllu því efni sem þar er geymt. Við mælum með því að þið ráðfærið ykkur við Tölvuþjónustu UTS áður en þið farið í þessa aðgerð. ATH að þessa aðgerð er EKKI hægt að taka til baka.
Eyða reikningi