SPSS til sölu fyrir nemendur og starfsfólk

SPSS logo

Nemendur og starfsfólk HÍ geta keypt IBM SPSS Statistics leyfi ásamt fjöldan allan að viðbótum og þar með talið Custom Tables. Nánar má sjá ferlið hér að neðan. ATH að um takmarkað magn leyfa er að ræða og því þarf að athuga hvort til séu leyfi áður en hægt er að kaupa þau.
 

 • Þið getið prófað forritið í 14 daga áður en þið ákveðið að kaupa það.
 • Leyfin gilda í eitt ár frá afhendingu lykilis.
 • IBM SPSS Statistics leyfi kostar 9.990 krónur. Ekki eru mörg leyfi í boði svo fyrstur kemur fyrstur fær gildir hér.

Ef þið ákveðið að kaupa (eða prufa) þetta leyfi þá er ferlið svona:
 

 1. Best er að byrja á því að sækja sér Trial-útgáfuna í Uglunni: Tölvuþjónusta -> Hugbúnaður -> SPSS
 2. Hafa samband við Tölvuþjónustu UTS og athuga hvort enn séu til leyfi.
 3. Leggja inn á reikning Háskóla Íslands.
  • Kennitala: 600169-2039
  • Bankareikningur:  0137-26-85
  • Upphæð: 9.990 kr.
  • Kvittun send á help@hi.is með skýringunni "SPSS kaup"
 4. Senda þarf inn staðfestingu á millifærslu með skýringunni "SPSS kaup" á help@hi.is.
 5. Eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd munum við senda ykkur leyfislykil í tölvupósti.

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum eða hafið einhverjar spurningar sendið okkur þá tölvupóst á help@hi.is. Einnig eruð þið velkomin að mæta með tölvuna í Tölvuþjónustu UTS (opið frá 8:00 - 16:00)