Sogo - Undirritun (signature)

Hér er sýnt hvernig hægt er að bæta við undirritun eða undirskrift (signature) í Sogo.

Undirritun

Það er hægt að bæta við undirritun eða "signature" í Sogo með einföldum hætti. Fyrst þarf að skrá sig inn í Sogo með Uglu notendanafni og lykilorði. Svo er valið “Valkostir” og þá opnast gluggi þar sem er valið “IMAP Notandastillingar”.

IMAP stillingar

Svo er valið “Undirritun”. Sem dæmi stendur Dr. Gervimaður G. Finnland á myndinni hér að ofan og þarf að smella á það.

Þá opnast gluggi þar sem er hægt að breyta undirritun að vild. Svo er valið “Í lagi” og að lokum “Vista og loka”.

undirritun

Næst þegar póstur er sendur þá birtist undirskriftin þar sjálfkrafa.

nýtt mail