Sogo - Orlofssía - Sjálfvirkt svar - Out of office

Hér er sýnt hvernig búið er til sjálfvirkt svar þegar viðkomandi er í fríi.

 

Stillingar fyrir orlof

Í Sogo er afar einfalt að bæta við síu fyrir orlof sem sjálfvirkt svar. Fyrst þarf að skrá sig inn í Sogo með Uglu notendanafni og lykilorði. Svo er valið “Valkostir” og þá opnast gluggi þar sem þið veljið flipann “Leyfi”.

leyfi

Svo þarf að haka við “Virkja sjálfvirkt svar í fríi”. Skilaboðin sem eiga að birtast þarf að skrifa í kassann undir “Skilaboð fyrir sjálfvirkt svar”. Í kassanum fyrir neðan “Netföng” þarf að skrifa netfangið sem sjálfvirka svarið á að koma frá. Þar er sjálfgefið netfang notenda.

Í valreitinum “Dagar milli svara” er hægt að velja hversu margir dagar líða milli sjálfvirkra svara þegar aðili sendir póst á þig. Dæmi: ef valið er 3 dagar þá fær sendandi sjálfvirkt svar á 3 daga fresti ef hann sendir aftur póst eftir 3 daga en ekkert þess á milli.
Einnig er gott að velja að senda "Ekki sjálfvirkt svar á póstlista" líkt og Hi-starf. Að lokum er valið “Vista og loka”.