Sogo - Lesa póst, möppur og flokkun í möppur

Hér eru grunnatriðin sýnd varðandi lestur og meðhöndlun á pósti. Hvernig á að búa til möppur og hvernig hægt er að draga póst í möppur og hvernig þær eru búnar til.

 

Lesa póst

Fyrst þarf að skrá sig inn í Sogo með Uglu notandanafni og lykilorði. Útlit póstsins birtist í tveimur gluggum. Til þess að lesa póstinn sinn þarf einfaldlega að smella á póstinn í efri glugganum og þá birtist hann í glugganum fyrir neðan. Einnig er hægt að tvísmella á póstinn og þá opnast hann í stærri glugga.

tvísmella á valin póst

Hægt er að ráða stærð glugganna og draga til eftir hentugleika með því að draga til gráu línurnar í póstinu.

Svara, eyða, áframsenda eða flokka póst

Þegar er búið að velja póst er hægt að velja hvað maður vill gera við hann t.d. svara honum eða eyða.

svara eða eyða pósti

Það er hægt að flokka póstinn í möppur eftir hentugleika með því að smella á viðkomandi póst og draga yfir í möppu vinstra meginn.

Vinstra meginn má sjá valmynd af möppum í póstinum. Með því að hægri-smella á umslagið efst er hægt að búa til nýja möppu og gefa henni nafn.

hægri smella- ný mappa

Það er einnig hægt að endurnefna möppu með því að hægri smella á viðkomandi möppu og velja “Endurnefna möppu”.
Til þess að gera undirmöppu er hægri smellt á möppu sem á að vera yfirmappa og velja “Ný undirmappa” og þá birtist hún undir yfirmöppunni ef ýtt er á plúsinn.

Hér er dæmi um nýja möppu “mappa1” og nýja undirmöppu “mappa2”.

ný mappa og undir mappa

Velja fleiri en einn póst til þess að flokka eða eyða

Til þess að draga fleiri en einn póst í einu yfir í möppu, t.d. mappa1, er hægt að nota “ctrl” takkann á lyklaborðinu og velja pósta með músarbendlinum eða nota "shift" takkann og velja marga samliggjandi pósta í einu og draga yfir í möppu eða rusl með músarbendlinum.
Mac: hægt að nota "cmd" og velja pósta með bendlinum eða nota “shift” og smella á efsta og neðsta póst sem á að færa í möppu.

Hér er búið að velja ákveðna pósta sem á að draga yfir í möppu með “ctrl” skipuninni

velja með ctrl

Hér hafa margir póstar verið valdir með “shift” skipuninni

velja með shift