Sogo - Flokka póst í möppur með síum

Hér er sýnt hvernig hægt er að flokka póst sem berst beint í möppur.

Flokka póst beint í möppur

Hægt að flokka póst sem berst beint í möppur. Smellið á “Valkosti” og “Stillingar tölvupósts” og þar má sjá hvaða síur eru til og eru virkar þar sem hakað er við "Kveikt".

virkar reglur

Búa til nýja síu

Til þess að búa til nýja síu er smellt á plúsinn og þá opnast nýr gluggi. Í glugganum er hægt að gefa nýju síunni nafn undir “Nafn síu:”

ný sía

Undir “Fyrir næstu mótteknu skilaboð skal” er hægt að velja við hvaða reglu skal notast, það er sjálfgefið “passa við einhverja af eftirfarandi reglum". Síðan er hægt að velja hvaða póst á að flokka í möppur og í hvaða möppur á að flokka póstinn.Það er t.d. hægt að velja: Viðfangsefni=“Frá”, inniheldur=“er” og svo netfang viðkomandi í þriðja reitinn.


Undir “Framkvæma þessar aðgerðir” er svo hægt að velja í hvaða möppu á að geyma póst. Svo er valið “Vista og loka”.
 Það þarf svo að muna að haka við regluna í glugganum sem sýnir reglurnar og að lokum er valið “Vista og loka”.