Sogo dagatal tengt við Thunderbird

Hér er sýnt hvernig þið tengið Sogo dagatal við Thunderbird. Ef þið eruð ekki með dagatalið virkt í Thunderbird má sjá leiðbeiningar hér hvernig þið nálgist það.

Hægt er að tengja eins mörg dagatöl og þið óskið. Þegar tengingin er orðin virk skiptir ekki hvort þið búið til viðburð á vefnum í Sogo eða í Thunderbird því atburðurinn kemur á báðum stöðum. Einnig er hægt að breyta viðburðum og bæta við þátttakendum á báðum stöðum (sync).

 

Myndskeið

Myndskýringar

1) Byrjið á því að skrá ykkur inn á postur.hi.is og veljið þar "Dagatal" flipann. Hægrismellið svo á það dagatal sem þið viljið setja inn í Thunderbird og veljið "Eiginleikar":
Dagatal - Eiginleikar

2) Veljið hér flipann "Tenglar í þetta dagatal" og merkið svo slóðina sem er við "CalDAV URL". ATH að slóðin getur verið í tveim línum og það þarf að merkja alla slóðina og afrita:
Tenglar í dagatalið

3) Opnið nú Thunderbird og smellið á "File" og veljið "New" og svo loks "Calendar":
New Calendar

4) Veljið hér "On the Network" og smellið á "Next":
Veljið "On the network"

5) Hér veljið þið nafn
Veljið nafn og lit á dagatalið

6) Setjið nú inn notandanafnið ykkar (án @hi.is) og lykilorð. Hakið við "Use Password Manager..." til að þurfa ekki að skrá ykkur inn í hvert skipti sem Thundirbird er ræst. Smellið svo á "OK":
Setjið inn notandanafn og lykilorð

7) Smellið á "Finish":
Smellið á "Finish"

8) Þá er dagatalið komið inn í Thunderbird:
Sogo dagatal komið inn í Thunderbird