Sogo dagatal - Setja inn viðburð og bjóða þátttakendum

Hér er útskýrt hvernig viðburður er búinn til í Sogo og hvernig hægt er að bjóða þátttakendum á þann viðburð. Einnig er hér hægt að sjá hvort að þeim sem boðaðir eru á viðburðinn séu með lausan tíma eða ekki. En til að það virki þarf viðkomandi einnig að nota Sogo dagatalið.

Myndskeið

Nýr viðburður

Hér verður sýnt hvernig má bæta við viðburði í dagatal Sogo. Fyrst er dagurinn valinn og svo er annaðhvort valið “Nýr viðburður” sem er í valstikunni efst í dagatalinu eða tvísmellt á daginn og þá opnast nýr gluggi.

nýr viðburður
 

Titill: nafnið á viðburðinum
Staðsetning: hvar á viðburðurinn að fara fram
Einnig er hægt að flokka (Flokkun) viðburð og velja í hvaða dagatal (Dagatal) hann á að birtast. Það má einnig velja hversu mikilvægur viðburðurinn er óski maður þess (Mikilvægi).
Heilsdagsviðburður: þar er hægt að haka við ef þú ert upptekin allan daginn.
Tíma og dagsetningu má aðlaga undir “Byrjun” og “Endir”.
Sýna sem lausan tíma: ef hakað er við hér þá virðist þú vera laus ef einhver annar býður þér á viðburð á sama tíma. Yfirleitt er ekki hakað við hér.
Endurtekið: Ef viðburður er reglulegur þá má velja að stilla viðburðinn þannig í dagatalinu t.d. vikulegur viðburður eða mánaðarlegur.
Áminning: þar er hægt að velja að fá áminningu um viðburðinn.
Lýsing: þar er hægt að skrifa frekari lýsingu á viðburði.

Bjóða þátttakendum á viðburð

Til þess að bjóða öðrum á viðburðinn er valið “Bjóða þátttakendum” sem er efst í glugganum þar sem viðburðinn er stofnaður.

bjóða á viðburð

Það er bæði hægt að skrifa notandanafn eða nafn á einstkalingi til þess að finna og bjóða og Sogo flettir upp í yfirliti yfir alla á háskólasvæðinu. Sogo sýnir hvort viðkomandi sé laus eða ekki en dökk bláir reitir merkja að viðkomandi er upptekin. Að lokum er smellt á “Ok”.

Friðhelgi

Efst í glugganum þar sem er verið að búa til viðburð má stilla friðhelgi viðburðar eftir hentugleika, það er einnig hægt fyrir hvert dagatal sem er búið til. Friðhelgi gefur til kynna hversu miklar upplýsingar aðrir sjá um viðburð/dagatal. Þessi aðgerð verður nánar útskýrð í öðrum leiðbeiningum.

Möguleikinn “Setja inn” sem er efst í glugganum má nota til þess að vetja viðhengi með eins og t.d. slóð að vefsíðu eða mynd.
Að lokum er valið "Vista og loka" í glugganum þar sem er verið að búa til nýjan viðburð. Þá ætti viðburðurinn að birtast í dagatalinu þínu.

Nýtt verkefni

Það er einnig hægt að búa til nýtt verkefni í dagatalið (“Task”) með því að velja “Nýtt verkefni” efst í valstikunni í dagatalinu. Verkefni er búið til með svipuðum hætti og viðburður nema það er ekki hægt að  bjóða öðrum að vera þátttakandi í verkefni líkt og með viðburði.

Nýtt verkefni