Sogo dagatal - Almennt um dagatalið

Hér að neðan má sjá almenna kynningu á Sogo dagatalinu. Það gæti verið gott fyrir þá sem eru að byrja að nota Sogo í fyrsta skipti að kíkja á þessa kynningu.

Myndskeið

Dagsetningar og viðburðir

Dagatalið í Sogo býður upp á ýmsa möguleika. Hér verður farið yfir almenna kynningu á dagatalinu.

Í efsta glugganum má sjá hvaða viðburðir eru næstir á dagskrá. Undir “Sýn:” er hægt að stilla hversu margir viðburðir eigi að vera sýnilegir hverju sinni, t.d. bara viðburðir fyrir daginn í dag eða fyrir næstu 14 daga.

viðburðagluggi

Viðburðagluggann má stækka og minka eftir hentugleika með því að draga til gráu línuna neðst í glugganum.

Með því að smella á heitin á mánuðunum er hægt að skipta um mánuð eða með þvi að smella á örvarnar sem eru sitthvoru megin við mánaðarheitin.

mánaðarheitin

Til þess að komast aftur á núvernandi dag er hægt að smella á “Skoða daginn í dag” efst í valstiku dagatalsins.

Vinstra megin við dagatalið má sjá litla mynd af dagatalinu undir “Dagsetning” og ef valin er dagur í litla dagatalinu þá verður sá reitur gulur í stóra dagatalinu.

litla dagatal

Dagatöl- personal calendar

Undir “Dagatöl” sem er flipinn við hliðin á “Dagsetning” er hægt að sjá dagatölin sín og bæta við dagatölum eftir hentugleika.

Aðaldagatalið er “Personal calendar” en það er sjálfgefið í Sogo.

Dagatöl

Personal Calendar ætti að nota sem vinnudagatal (nemendur og starfsmenn) vegna þess að öll boð á viðburði berast með tölvupósti í Sogo og þar er hægt að bregðast við boðinu sem birtist þá sem viðburður í Personal Calendar.

Með því að hægri smella á “Personal calendar” er hægt að breyta nafninu á dagatalinu. Þar er valið “Eiginleikar” og undir “Nafn” er hægt að breyta nafninu á dagatalinu eftir hentugleika. Það má einnig breyta litinum á dagatalinu með því að smella á litinn í valmyndinni. Að lokum þarf að smella á “Ok”.

eiginleikar-dagatal

Það má einnig breyta sýninni á stóra dagatalinu með því að velja t.d. “Dagasýn” efst í valstikunni en þá sjáum við einungis daginn í dag og “Vikusýn” er yfirlit yfir viðkomandi viku.

valstika-dagatal

Til þess að eyða viðburði úr dagatalinu er hægt að smella á viðburðinn og velja “Eyða” efst í valstikunni.