Sogo - Beint frá Uglu

Þú getur á einfaldan hátt farið beint frá Uglu yfir í vefpóstinn þinn. Smelltu einfaldlega á notanda-íkonið efsti til hægri og veldu "Vefpóstur":

Unnið er að því að hafa "Single sign-on" þannig að ef þú ert skráð(ur) inn í Uglu að þá þarft þú ekki aftur að skrá þig inn í Sogo.

Vefpóstur - Ugla

Stilla hvaða vefpóstsviðmót opnast

Það er hægt að hafa Sogo eða Squirrelmail sem sjálfvalið viðmót í vefpóstinum í Uglu.

Fyrst þarf að skrá sig inn í Uglu með notendanafni og lykilorði. Svo er valið: "Stillingar -> póststillingar".

Póststillingar - Ugla

Þar er hægt að velja viðmót undir "Póststillingar". Veldu Sogo eða Squirrelmail (Við mælum með Sogo). Smelltu því næst á "Vista stillingar". Næst þegar þú smellir svo á "Vefpóstur" í Uglu þá birtist það viðmót sem þú valdir.