Hér að neðan er sýnt hvernig þú sækir og setur upp Skype for Business í iPhone og iPad.
ATH að Skype for Business er ekki það sama og Skype.
1) Fyrst þarf að sækja Skype for Business í gegnum App Store. Hér þarf að hafa í huga að sækja Skype for Business en ekki venjulega Skype. Þegar þú finnur það velur þú „GET“. Þú getur einnig farið beint hingað til að sækja Skype for Business: Skype for Business:
2) Opnaðu „Business“ forritið á símanum með því að velja það á skjánum:
3) Fyrst þegar appið opnast í símanum þarf að samþykkja skilmála og gefa appinu leyfi að hafa áhrif á símann. Meðal annars að leyfa því að senda þér tilkynningar, nota hljóðnemann á símanum og myndavél. Ef þú vilt fá alla virkni út úr Skype for Business skaltu leyfa þetta.
4) Skráðu þig nú inn með HÍ netfanginu þínu og veldu á örina:
5) Settu inn lykilorðið þitt (það sama og þú notar í Uglu) og veldu svo að láta tækið muna eftir lykilorðinu þínu með því að haka inn „Save password“. Veldu svo „Sign in“:
6) Settu inn símanúmerið þitt.
7) Núna er Skype for Business tilbúið til notkunnar.