Skype for Business sett upp í Android

Hér að neðan er sýnt hvernig þú sækir og setur upp Skype for Business í Android.

ATH að Skype for Business er ekki það sama og Skype.

1) Legðu leið þína í „Play Store“ og skrifaðu „Skype for Business“ og veldu það í listanum. Þú getur einnnig farið beint hingað: Skype for Business for Android
Leitaðu að Skype for Business og veldu það

2) Veldu „Install“:
Veldu "Install"

3) Samþykktu notendaskilmálana með því að velja „Accept“:
Veldu "Accept"

4) Það getur tekið einhverja stund fyrir tækið að setja upp hugbúnaðinn. Þegar því er lokið þá velur þú „Open“:
Veldu "Open"

5) Aftur þarf að samþykkja notendaskilmála, ýttu á „Accept“:
Samþykktu skilmála með því að velja "Accept"

6) Veldu nú örina:
Veldu nú píluna

7) Skrifaðu inn HÍ netfangið þitt og veldu aftur örina:
Settu inn netfangið þitt og veldu örina

8) Skrifaðu inn Uglu lykilorðið þitt, hakaðu við „Save my password“ ef þetta er þitt tæki og veldu örina:
Settu inn lykilorðið þitt og veldu örina

9) Þá er Skype for Business tilbúið til notkunar:
Þá er Skype for Business tilbúið til notkunnar