Skype for Business sett upp fyrir Windows 10

Skype for Business er hluti af Office 365 pakkanum. Ef þú hefur ekki nú þegar sótt Office 365 þarftu að byrja á því: Niðurhal og uppsetning á Office 365 pakkanum

ATH að Skype for Business er ekki það sama og Skype.

1) Til að finna Skype for Business geturðu farið í start hnappinn niðri í vinstra horninu, skrifað Skype for Business og það ætti að birtast í listanum. Þú getur hægrismellt á það til að festa það í start glugganum eða á tækjastikunni niðri:
Leitaðu að Skype for Business og opnaðu það

2) Settu inn HÍ netfangið og smelltu á „Sign in“:
Settu inn HÍ netfangið og smelltu á "Sign in"

3) Settu inn Uglu lykilorðið þitt. Hakaðu við „Save my password“ ef þú vilt að tölvan muni lykilorðið þitt svo þú þurfir ekki að skrá það inn í hvert skipti sem þú opnar Skype for Business. Smelltu svo á „Sign in“:
Settu inn lykilorð og smelltu á "Sign In"

4) Þú getur vistað innskráninguna svo þú þurfir ekki að skrá þig inn í hvert skipti sem þú opnar Skype for Business. Smelltu þá á „Yes“:
Smelltu á "OK" ef þú vilt að vélin muni lykilorðið

5) Þá er Skype for Business uppsett. Þú getur tvísmellt á nafn í listanum til að spjalla og þú getur bætt nýjum tengiliðum á listann með því að smella á notandatáknið efst til hægri undir leitinni:
Tvísmelltu á nafn í listanum til að byrja spjall. Getur einnig smellt á notandatáknið efst til hægri til að bæta við tengiliðum

6) Þá opnast spjallgluggi, þú getur skrifað skilaboð og sent, hengt viðhengi við eða merkt skilaboðin mikilvæg. Þú getur boðið fleira fólki í spjallið uppi í hægra horninu. Neðst geturðu valið að hringja með eða án mynd:
Hér spjallar þú við viðkomandi