Skipulag á geymsla.hi.is

Til að átta sig betur á skipulagningu efnis á geymsla.hi.is er gott að kíkja á myndina hér að neðan. Þar er sýnt hvernig Hópar, Söfn og Möppur tengjast saman.

Þetta er sýnishorn hjá notanda sem er hluti af tveimur hópum. Hægt er að bæta við hópum, söfnum og möppum eins og hentar.

Hver hópur, ásamt þínu heimasvæði, er samansett af Söfnum. Hvert safn inniheldur svo eins margar möppur og viðkomandi telur þurfa. Möppur geta svo innihaldið aðrar möppur og/eða skrár.

  • Hægt er að deila Söfnum og möppum með öðrum notendum og hópum.
  • Hægt er að deila einstökum skrám með því að fá uppgefinn tengil á skránna og síðan senda á hvern sem er með tölvupósti. Um leið er hægt að velja hversu lengi tengillinn að skránni virkar og hvort að það þurfi lykilorð til að ná í skránna. Sjá nánar hér: Deiling á gögnum

Skipulag á geymsla.hi.is