RHÍ Fréttir

nr. 31 maí 1997

  

  

Fréttamolar

Macintosh staðir á vefnum

Á vefnum er að finna mjög marga góða staði þar sem gott er að fylgjast með nýjungum í tölvuheiminum. Fyrir Macintosh notendur/aðdáendur er um marga staði að ræða en hérna birtast nokkrir þeirra sem flestir eru uppfærðir daglega (jafnvel oft á dag) og þar er hægt að finna allt sem snertir hug- og vélbúnað tengdan Macintosh ásamt ýmsum öðrum fréttum.

http://www.macintouch.com - fréttir um hug- og vélbúnað ásamt mörgu fleiru.
http://www.maccentral.com
- fréttir um hug- og vélbúnað. Þarna er einnig að finna "MacTip of the week³ en þar er fjallað á ítarlegan hátt um eitthvað sem tengist Macintosh vél- eða hugbúnaði.
http://www.macfixit.com
- fréttir og upplýsingar um galla í hug- og vélbúnaði.
http://www.macweek.com/
- netútgáfa af tímaritinu MacWeek sem gefið er út vikulega.
http://rumors.netexpress.net
- fréttir og slúður úr Macintosh heiminum.

Ný útgáfa af Eudora

Talsvert er um að starfsmenn HÍ hafi samband við notendaþjónustu RHÍ vegna vandræða við að taka á móti viðhengjum (attachments) í Eudora. Í mörgum tilfellum hefur verið um að ræða gamlar útgáfur af forritinu sem geta ekki móttekið tölvupóst á nýju sniði sem kallast MIME. Þessum notendum hefur í mörgum tilfellum verið bent á að ná sér í nýja útgáfu af Eudora. Nýjustu Macintosh og Windows útgáfur forritsins er ávallt hægt að nálgast á:

http://www.eudora.com

Nýjasta útgáfan fyrir Macintosh er 3.1 Lite en 3.0.1 fyrir Windows. 3.1 fyrir Windows sem inniheldur ýmsar nýjungar er væntanleg bráðlega.

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Fyrri blöð