RHÍ Fréttir |
nr. 31 maí 1997 |
|
|
|
|
FréttamolarMacintosh staðir á vefnumÁ vefnum er að finna mjög marga góða staði þar sem gott er að fylgjast með nýjungum í tölvuheiminum. Fyrir Macintosh notendur/aðdáendur er um marga staði að ræða en hérna birtast nokkrir þeirra sem flestir eru uppfærðir daglega (jafnvel oft á dag) og þar er hægt að finna allt sem snertir hug- og vélbúnað tengdan Macintosh ásamt ýmsum öðrum fréttum.
Ný útgáfa af Eudora Talsvert er um að starfsmenn HÍ hafi samband við notendaþjónustu RHÍ vegna vandræða við að taka á móti viðhengjum (attachments) í Eudora. Í mörgum tilfellum hefur verið um að ræða gamlar útgáfur af forritinu sem geta ekki móttekið tölvupóst á nýju sniði sem kallast MIME. Þessum notendum hefur í mörgum tilfellum verið bent á að ná sér í nýja útgáfu af Eudora. Nýjustu Macintosh og Windows útgáfur forritsins er ávallt hægt að nálgast á: Nýjasta útgáfan fyrir Macintosh er 3.1 Lite en 3.0.1 fyrir Windows. 3.1 fyrir Windows sem inniheldur ýmsar nýjungar er væntanleg bráðlega. |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |