RHÍ Fréttir |
nr. 25 apríl 1995 |
|
|
|
|
Steingrímur Birgisson Heimasíður á VeraldarvíðsvefnumNotendur sem tengdir eru Háskólanetinu geta búið til sínar eigin heimasíður á Veraldarvíðssvefnum (VVV) með litlum sem engum fyrirvara. Til þess þarf einungis grunnþekkingu á uppbyggingu svokallaðra HTML (HyperText Markup Language) skráa. Formið á HTML sk rám (VVV-síðum) er í raun sáraeinfalt, þ.e. textaskrá með möguleika á tilvísunum í aðrar VVV-síður og getur innihaldið nánast hvað sem er (texta, hljóð, myndir, þjappaðar skrár, o.s.frv.). Með notkun á tilvísunum í aðrar VVV-síður er hægt að spinna mikinn vef þeirra eins og raunin hefur orðið á Netinu.
Uppsetning Merki um að aðrir hafi ekki aðgengi að þinni heimsíðu er þegar tilkynningin:
Til þess að kanna aðgengi að heimasvæði þínu sláðu þá inn í rótinni á heimasvæðinu: ll -d .og ef upp kemur: drwx------ <notendanafn> <o.s.frv.>þá þarf að slá inn: chmod a+x .til þess að aðrir en bara þú hafi aðgang að þeim vefsíðum sem settar hafa verið upp á heimasvæðinu þínu en þó ekki lesheimild að rót heimasvæðisins. Það þýðir að þau gögn sem geymd eru á heimasvæði þínu eru enn óaðgengileg nema að því tilskildu að utanað komandi hafi þá ólíklegu vitneskju hvaða skrár eða skráasöfn eru til á þínu heimasvæði sem eru ólæst gagnvart honum (sjá nánar á heimasíðu Háskólans undir Upplýsingaveitum í "Fyrstu hjálp"). Að loknu þessu er allt til reiðu fyrir vefnað á þinni eigin heimasíðu á VVV. Best er að hafa nafnið á skránni sem geymir heimasíðuna index.html því þá nægir að gefa upp /~<notendanafn> sem tilvísun á heimasíðuna og vefþjónn Háskólans sér um að fletta upp á index.html í .public_html skráasvæðinu hjá viðkomandi notanda. Næsta skref er þá að setja upp index.html með HTML.
VVV-síður
HTML Geta VVV-skoðarar því átt von á að fá í hendurnar HTML skjal sem er með HTML skipunum sem þeir vita ekki hvernig þeir eiga að túlka. Það ætti þó ekki að koma að sök því helstu VVV-skoðarar (þar á meðal Netscape, Mosaic og Lynx) horfa fram hjá þessum skipu num. Ætlunin hér er að telja upp þær helstu HTML 2.0 skipanir sem eru nauðsynlegar og láta nokkrar aðrar sem eru nytsamlegar fljóta með í uppbyggingu á HTML skjali. Sérhver HTML skipun byrjar á < og endar á >. Sérhvert HTML skjal byrjar og endar á <HTML>...</HTML>, þar á milli geta verið <HEAD>...</HEAD> og <BODY>...</BODY>; HTML skipanir sem afmarka annars vegar haus á HTML skjali og búk hins vegar. Beinagrind að HTML skjali gæti því litið út á eftirfarandi hátt: <HTML> <HEAD> <TITLE>Heiti á VVV-síðu</TITLE> </HEAD> <BODY> Hér kemur svo sjálft HTML skjalið sem VVV-skoðarinn túlkar... </BODY> </HTML>Nokkrar HTML 2.0 skipanir Eftirfarandi skipanir eiga allar við <BODY>...</BODY> hlutann af HTML skjalinu.
Hausar <H1>Fyrirsögn af stærstu gerð</H1> <H2>Fyrirsögn af næststærstu gerð</H2> ... <H6>Fyrirsögn af minnstu gerð</H6>Textaskipanir <P> Skiptir á milli málsgreina <PRE> Inniheldur texta sem ekki er brotinn sjálfvirkt í málsgreinar af VVV-skoðara og koma því öll bil koma eins fram í VVV-skoðara eins og í HTML skjali </PRE>Röklægir stílar <em> Áhersla </em> <strong> Sterk áhersla </strong> <code> Sýna forritstexta (en þó ekki HTML skipanir) </code> <samp> Inngreipa sýnishorn af úttaki </samp> <kbd> Sýna lykil á lyklaborði </kbd> <var> Skilgreina breytu </var> <dfn> Sýna skilgreiningu </dfn> <cite> Sýna tilvitnun </cite>Útlitslægir stílar <B> Feitletrun </B> <I> Skáletrun </I> <U> Undirstrikun </U> <TT> Vélritunarletur </TT> <BR> Þvinguð línuskipti <HR> Lárétt línaTilvísanir á önnur skjöl <A HREF="URL">Lýsing á innihaldi eða heiti á viðkomandi VVV-skjali</A>URL stendur fyrir "Uniform Resource Locator" og hefur eftirfarandi form: tegund_þjónustu://staðsetning_veitu:port/slóðiÞar sem:
Myndir <IMG SRC="<nafn_á_mynd>"> Myndin er inngreipt inn í skjalið. Algengast er hafa myndirnar á svokölluðu GIF formi en margir VVV-skoðarar ráða einnig við JPEG formið, ásamt fleirum í síðustu útgáfum á helstu VVV-skoðurum.
Listar
Sjálfstæð eigindi
Ábending Dæmi um heimsíðu <HTML> <HEAD> <TITLE>Heimasíða Steingríms Birgissonar</TITLE> </HEAD> <BODY> <H1>Heimasíða hans Steina</H1> Verið velkomin á heimasíðu mína. <P> Hér fáið þið að sjá mynd af mér.<BR> <IMG SRC="myself.gif"> <P> Helstu verkefni mín þessa stundina eru: <UL> <LI>Skrifa leiðbeiningar fyrir <A HREF="/frettabr.html">Fréttabréf</A> <I>RHÍ</I> <LI>Búa til sniðuga mynd af þessari síðu í fréttabréfið <LI>Og hugsanlega eitthvað fleira... </UL> Þannig er nú það í pottinn búið! <P> Ef menn vilja þá getur fólk einnig heimsótt heimasíðu <A HREF="/HIHome.html">Háskólans</A> </BODY> </HTML>sem gæti litið á eftirfarandi hátt út í VVV-skoðara: |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |
Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ