Senda póst frá öðru netfangi - t.d. frá nafni stofnunar

Til að senda póst úr Outlook 2013 undir öðru nafni (t.d. frá nafni deildar eða stofnunar) Þá er best að útbúa nýjan reikning fyrir það nafn. Það er gert á nákvæmlega sama hátt og að stofna reikning fyrir HÍ póstinn.

1) Fylgið öllum skrefum í þessum leiðbeiningum: Uppsetning HÍ pósts í Outlook 2013

Nema í skrefi 6. þá setjið þið inn það nafn sem á að birtast í "frá" dálki viðtakandans í "Your Name" og það netfang sem svör við póstinum eiga að berast á fyrir "Email Address:".

Add account

 

2) Þegar þið svo sendið póst þá smellið þið á "New Email" og þar sem stendur "From" þá veljið þið hvorn reikninginn á að nota til að senda frá. (Ef "From" takkinn er ekki sýnilegur getið þið smellt á flipann "Options" og valið þar "From" takann)

Send from