Ef þú verður ekki við í lengri eða skemmri tíma getur verið gott að kveikja á orlofssíu í Outlook. Svona er það gert í vefpóstinum.
1) Farðu í HÍ vefpóstinn outlook.hi.is og skráðu þig inn. Smelltu þar á tannhjólið uppi í hægra horninu og svo á „Automatic replies“:
2) Merktu við „Send automatic replies“. Ef þú vilt að sjálfvirka svarið berist bara á ákveðnu tímabili hakarðu í „Send replies only during this time period“ og velur svo réttar dagsetningar og tíma. Því næst seturðu skilaboðin sem þú vilt hafa í póstinum, bæði í reitinn fyrir netföng innan HÍ (efri reiturinn) og hins vegar fyrir netföng utan HÍ (neðri reiturinn) ef þú velur að senda svar á þau líka. Þá þarftu einnig að merkja við „Send automatic reply messages to senders outside my organization“. Smelltu svo á „OK“ efst þegar svarið er eins og þú vilt hafa það: