Seafile - geymsla.hi.is

Vefviðmót - geymsla.hi.is
Öpp og biðlarar

UTS beinir notendum sínum frekar að notast við OneDrive eða Heimasvæðin þar sem stuðningur við geymsla.hi.is mun renna út um áramótin. Við munum þó leyfa þessum leiðbeiningum að standa þangað til.

Með Seafile er mjög auðvelt að geyma öll sín gögn á vefþjónum HÍ. Hægt er á mjög einfaldan hátt að deila safni, möppu eða heilum hóp með öðrum notendum og einnig er hægt að deila skjölum til allra á netinu með því að gefa upp tengil að skjalinu.

Við skiptum leiðbeiningum um Seafile í tvo hluta. Annars vegar í vefviðmótið geymsla.hi.is og hins vegar uppsetningu á Seafile öppum og biðlurum á hin ýmsu tæki.