VPN fyrir Linux

VPN tenging með LINUX. Þessar leiðbeiningar notast við Network Manager.

1. Opna network manager: System -> Preferences -> Network Connections

2. Smella á “VPN” flipann og svo á “Add”

Veljið VPN flipann

3. Velja þar PPTP (líklegast eina sem þú getur valið) og smella á “Create...”

Veljið PPTP

4. Fyllið út ú eftirfarandi reiti:

Þú mátt setja inn lykilorðið þitt (það sem þú notar í uglunni) í Password reitinn, en það er ekki nauðsynlegt.  Ef þú gerir það ekki þá mun koma upp gluggi þegar þú reynir að tengjast sem mun byðja um lykilorðið þitt.

Stillingar

5. Ekki smella á Apply strax, heldur “Advanced...”

Í þeim glugga sem opnast (sjá mynd að neðan) skalltu haka við Use Point-to-Point encryption (MPPE) og svo í Security: skal velja 128-bit (most secure)

Svo skal taka af hakið við MSCHAP og vera viss um að aðeins sé hakað við MSCHAPv2.

Því næst smella á “OK”.

Advanced stillingar