Mappa heimasíðusvæði - MacOS

Möppun heimasíðusvæða í Makka er framkvæmd með eftirfarandi hætti.

Virkar einungis þegar notendur eru tengdir við Háskólanetið.

1) Smelltu á Go í aðalvalrönd og veldu connect to server:

Connect to Server

 

2) Þá kemur upp gluggi og í server address er látin slóðin smb://heima.rhi.hi.is/www. Smellið því næst á Connect:

Server address

 

3) Nú þarf að setja inn notendaupplýsingar. Undir Name er sett notandanafn og í password lykilorðið þitt (sama lykilorð og notað er í Uglu).Á myndinni að ofan má einnig sjá slóðina smb://sameign.rhi.hi.is/nafn svæðis og er það notað fyrir sameiginleg svæði sem margir hafa aðgang að.

Gera svæðið sýnilegt á skjáborði

Til að heimasvæðið sé sýnilegt eftir tengingu og auðvelt að nálgast það er gott að gera eftirfarandi stillingar:

4) Opnið Finder og smellið þar á "Finder" efst uppi og veljið "Preferences":

Finder - Preferences

 

5) Undir "General" hakið þar við "Connected servers" í "Show these items on desktop". Þá verður svæðið sýnilegt á skjáborðinu:

Connected servers

 

6) Til að svæðið verði sýnilegt á stikunni þá smellið þið á "Sidebar" og hakið við tölvuna (nafn tölvunnar):

 

Sjálfkrafa tengja heimasvæðið í ræsingu

Til að þessi möguleiki virki þarf vélin að vera tengd neti HÍ (þráðlaust, með kapli, VPN, ADSL eða ljósleiðara í gegnum UTS).

Einnig þarf viðkomandi að vera skráður inn á tölvuna með sama notendanafni (shortname) og notað er fyrir Uglu.

7) Setjið upp forritið tengja.heimasvaedi (smellið á tengilinn til að sækja forritið). Afþjappið skránni og komið fyrir í Applications.

8) Smellið því næst á Eplið og veljið "System preferences" og veljið "Accounts".

9) Í Accounts smellið þá á "Login Items" og smellið á plúsinn neðst og finnið forritið "tengja.heimasvaedi".

Accounts

 

Forritið tengir heimasvæðið sjálfkrafa 20 sek eftir ræsingu.