Undir lénum UTS
- Ábyrgðarmaður skráir vef undir einhverju af til þess ætluðum lénum og fær aðgang að WordPress vefumsjónarkerfi. (vefir.hi.is, conference.hi.is, nemendafelog.hi.is).
- Ábyrgðarmaður er ábyrgur fyrir efni vefsins.
- Vefumsjónarkerfið er miðlægt og rekið af UTS.
- UTS sér um val, innsetningu og viðhald íbóta og þema.
Sér lén, þekkt vefumsjónarkerfi
- Ábyrgðarmaður skráir sérstakt lén fyrir vefinn og greiðir mánaðargjald samkvæmt verðskrá.
- Ábyrgðarmaður fær aðgang að vefmöppu og uppsettu vefumsjónarkerfi úr úrvali sem UTS býður upp á.
- Ábyrgðarmaður sér alfarið um rekstur vefumsjónarkerfis, uppfærslur og íbætur.
- Ábyrgðarmaður er ábyrgur fyrir efni vefsins.
- Kerfisstjórar áskilja sér rétt á að loka fyrir vefinn ef þeir telja að gagna- eða rekstraröryggi sé ógnað.
Sér lén, óþekkt vefumsjónarkerfi
- Ábyrgðarmaður skráir sérstakt lén fyrir vefinn og greiðir mánaðargjald samkvæmt verðskrá.
- Ábyrgðarmaður fær aðgang að vefmöppu.
- Vefmappan er sett upp með þrengstu öryggiskröfum og verður ábyrgðarmaður að kynna sér þær og hlíta þeim þegar hann velur eða skrifar kerfi sitt.
- Ábyrgðarmaður sér alfarið um rekstur vefumsjónarkerfis, uppfærslur og íbætur.
- Kerfisstjórar áskilja sér rétt á að loka fyrir vefinn ef þeir telja að gagna- eða rekstraröryggi sé ógnað.
Skipulagsbreyting um áramótin 2012/2013 þýðir að gjaldfært verður fyrir vefhýsingu sérvefja. Áætlað er að gjaldtökukerfið fari í gang í apríl. Sjá gjaldskrá UTS.