"Synca" heimasvæðið við harða diskinn í tölvunni

SyncToyÞað er hægt að sync-a heimasvæðið (og auðvitað önnur svæði) með ýmsum hætti og til ýmis tól til þess. Það getur verið mjög gott að nota þessa aðferð til að hafa öll skjöl bæði í tölvunni hjá sér og á heimasvæðinu til að geta unnið hratt og örugglega með þau í tölvunni og svo alltaf nálgast sömu gögn í hvaða tölvu sem er.

Við höfum verið að prófa ýmis sync-forrit og hefur SyncToy fyrir Windows vélar reynst nokkuð vel. Við munum kynna ykkur fyrir því hér og sýna skref fyrir skref hvernig SyncToy nýtist best.

Smellið hér má nálgast SyncToy. SyncToySetupPackage_v21_x64.exe er fyrir 64 bita vélar og SyncToySetupPackage_v21_x86.exe er fyrir 32 bita vélar. (smellið hér til að finna út hvort ykkar vél sé 64 eða 32 bita).

Vert er að taka fram að skjöl sem eru opin sync-ast ekki og því skal loka skjölum áður en sync-að er.

Nánari leiðbeiningar er að finna um SyncToy á eftirfarandi síðum: