Mappa heimasíðusvæði (www)

Mappa heimasíðusvæði Windows 10
Mappa heimasíðusvæði Windows 8
Mappa heimasíðusvæði Windows 7
Mappa heimasíðusvæði - MacOS

Heimasíðusvæðið þitt er í raun það svæði sem allir notendur internetsins geta nálgast. Þetta er sá hluti af þínu heimasvæði sem er opin út á netið. Þar getur þú sett inn skjöl til að deila með öðrum (með beinum tengli á skjalið) ásamt því að búa til þína eigin vefsíðu. Slóðin að síðunni væri þá www.notendur.hi.is/þitt_notendanafn.

Heimasíðusvæðið þitt er ein mappa (.public_html) á heimasvæðinu þínu. Þetta er falin mappa á heimasvæðinu og því er best að mappa það svæði beint viljir þú búa þér til heimasíður undir þessari slóð.

Einnig ef þú mappar heimasíðusvæðið beint og flytur þannig gögn á milli þá lendir þú síður í réttindavandamálum.