Almennar breytingar á hópi - Outlook

Til að breyta nafni, lýsingu, hvort hópurinn sé opinn eða lokaður, tungumáli ofl. fylgið þessum leiðbeiningum.

1) Farðu inn í hópinn á outlook.hi.is og smelltu á tannhjólið uppi í hægra horninu :
Smelltu á tannhjólið uppi í hægra horninu

2) Smelltu á „Edit group“:
Smelltu á "Edit group"

3) Breytið hér því sem þið viljið breyta. Hér í skrefi 4 er nánari útlistun á því fyrir hvað hver og ein stilling þýðir: Nýr hópur búinn til.

Smellið á „Save“ þegar þið eruð búin að breyta:
Settu inn þær breytingar sem þú vilt og smelltu á "Save"