Nafnaskrá HÍ í iPhone og iPad

Hér eru leiðbeiningar hvernig þið getið haft nafnaskránna frá HÍ póstinum í iPhone, iPad og öðrum iOS tækjum.

Um er að ræða beina tengingu við SOGo kerfi HÍ sem er að finna á postur.hi.is. Þetta er tenging sem virkar í báðar áttir þannig að ef þú breytir eða bætir við tengilið í símanum að þá breytist það einnig á netinu og öfugt.

Hér má finna frekari leiðbeiningar um SOGo: Vefpóstur

En svona setjið þið upp nafnaskránna í iPhone, iPad og öðrum tækjum með iOS stýrikerfið.

1. Byrjið á því að smella á Settings í aðalvalmynd.

Settings

 

2. Veljið því næst "Mail, Contacts, Calendar".

Mail, Contacts, Calendar

 

3. Veljið "Add Account"

Add Account

 

4. Næst veljið þið "Other"

Other

5. Veljið næst "Add CardDAV Account"

Add CardDAV Account

 

6. Fyllið út þær stillingar sem beðið er um:

  • Server: cal.hi.is
  • User Name: Notandanafnið þitt (án @hi.is)
  • Password: Það sama og í Uglu og vefpóstinn
  • Description: Nafn eða lýsing á nafnaskránni. Má vera hvað sem er. Hér notum við Nafnaskrá HÍ.

Smellið því næst á "Next"

Add CardDAV

 

7.Nú ætti nafnaskráin að vera tengd. Farið í aðalvalmyndina og veljið "Contacts"

Nafnaskrá

 

8. Hér getur þú svo valið um hvaða nafnaskrá þu vilt skoða eða breyta. HÍ nafnaskráin er hér undir Nafnaskrá HÍ því við skýrðum nafnaskránna það í skerfi 6.

Nafnaskrá - listi