Möppun drifa fyrir nemendafélög og verkfræðina (drifin vefir og tver)

Möppun drifa er alltaf með sama hætti. Það eina sem breytist er í raun slóðin á svæðið.

Til að tengja verkfræðidrifið, tver, eða síður nemendafélaga, vefir, fylgið þið sömu leiðbeiningum og fyrir "Möppun heimasvæða" nema þegar kemur að því að setja inn slóðina þá gildir eftirfarandi:

Þegar þið setjið inn slóðina þá skrifið þið eftirfarandi:

  • Fyrir Windows: \\tver.rhi.hi.is\nafn svæðis eða \\vefir.rhi.hi.is\nafn svæðis
  • Fyrir MacOS: smb://tver.rhi.hi.is/nafn svæðis eða smb://vefir.rhi.hi.is/nafn svæðis

(Verkfræðiforritin er að finna á \\tver.rhi.hi.is\verk eða fyrir MacOs smb://tver.rhi.hi.is/verk)

Ef ekki gengur að mappa drifin með þessum slóðum má prófa að notast við IP tölur svæðanna:

  • \\tver.rhi.hi.is\nafn svæðis = \\130.208.165.111\nafn svæðis
  • \\vefir.rhi.hi.is\nafn svæðis = \\130.208.165.101\nafn svæðis

Í eftirfarandi lista má sjá hvernig þið mappið drif eftir mismunandi stýrikerfum: