Matlab leiðbeiningar

Háskóli Íslands býður upp á campus leyfi á MATLAB fyrir nemendur og starfsmenn, ásamt Simulink og öðrum verkfærum sem fylgja. Campus leyfið leyfir notendum að setja hugbúnaðinn upp á eigin tölvu.

 

Aðgangsleiðbeiningar:

1.      Farðu í MATLAB gátt Háskóla Íslands til að ná í hugbúnaðinn. https://www.mathworks.com/academia/tah-portal/university-of-iceland-30364208.html

2.       Smelltu á “Sign in to get started” undir Get MATLAB.

3.       Þú verður beðin um að búa til MathWorks reikning (eða nota reikning sem þú bjóst til áður). Þegar þú gerir það tengistu við MATLAB leyfið okkar og getur:

  • Náð í og virkjað hugbúnaðinn á tölvunni þinni
  • Notað MATLAB Online í vafra

 

Ef þú þekkir ekki MATLAB, geturðu klárað 2 tíma MATLAB Onramp kynningu sem þú finnur einnig í MATLAB gáttinni undir “Learn to use MATLAB and Simulink”.   

 

Ef þú ert í vandræðum með að ná í MATLAB, farðu í MATLAB gáttina og smelltu á “Need Installation Help” til að fá aðstoð.