Linux - Tenging við eduroam

Hér er sýnt hvernig þið setjið inn eduroam netstillingar fyrir Linux vélar.

1) Byrjið á því að sækja uppsetningarskránna hér:

Sækja skrá

 

2) Opnið Terminal glugga og skrifið eftirfarandi skipanir:

  • cd Downloads/   (eða finnið þá staðsetningu sem skráin sem þú sóttir í skrefi 1 er geymd)
  • ls   (Til að fá lista yfir hvað í möppunni og vera viss um að rétt skrá er þar staðsett)
  • chmod 777 eduroam-linux-TUoI.sh2
  • ./eduroam-linux-TUoI.sh2

Terminal - keyra skrá

 

3) Smellið hér á "OK"

Information

 

4) Smellið hér á "Yes"

eduroam CAT

 

5) Setjið hér inn notendanafnið ykkar sama og þið notið í Uglu og vefpóst (með @hi.is). Td. abc12@hi.is

userid - Notendanafn

 

6) Setjið því næst inn lykilorðið ykkar. Það sama og í Uglu og vefpóst.

Password - Lykilorð

 

7) Endurtakið því næst lykilorðið ykkar.

Repeat your password

 

8) Þá kemur upp þessi gluggi sem sýnir að innsetning á rótarskírteini tókst. Nú er vélin tilbúin til að tengjast eduroam.

Installation successful

 

 

Tengja við eduroam:

9) Þegar þú ert svo staðsett(ur) á svæði þar sem eduroam er í boði þá einfaldlega finnur þú það og tengir vélina með því að smella á eduroam.

Tengjast eduroam

 

Ef tenging virkar ekki eftir uppsetningu gæti þurft að endurræsa vélina.

Vinsamlegast leitið til tölvuþjónustunnar Háskólatorgi eða Hamri ef þið lendið í vandræðum með að tengjast eftir að uppsetningu er lokið eða ef þið náið ekki að klára uppsetninguna.