Innskráning, tungumál og aðrar grunnstillingar

Hér er sýnt hvar og hvernig þið skráið ykkur inn í Sogo vefpóstviðmótið. Hvernig þið breytið tungumáli og stillið hvar Sogo opnast ofl.

Innskráning

Notendur geta nálgast HÍ póstinn í Sogo á netinu í gegnum veflslóðina postur.hi.is

Það þarf að skrá sig inn með Uglu notendanafni (án @hi.is) og lykilorði. Einnig er hægt að velja tungumál fyrir viðmótið undir “Language”. Að lokum er valið “Connect”.

innskráning

Tungumálastillingar

Ef ekkert tungumál er valið kemur sjálfkrafa upp það viðmót sem seinast var valið. Það er hægt að breyta um tungumál eftir að búið er að skrá sig inn á Sogo. Þá er valið “Preferences” og þar undir “General” og svo “Language” en þar er t.d. hægt að velja Íslensku. Að lokum er valið “Save and close”.

Preferences

"Preferences" verður "Valkostir"
Valkostir


Viðmót Sogo

Undir “Valkostir” er hægt að breyta ýmsum öðrum stillingum. Þegar Sogo er opnað í fyrsta sinn er pósturinn sjálfvalið viðmót. Undir valkostir er hægt að breyta því hvernig Sogo opnast undir “Sjálfgefið viðmót” en þar er hægt að velja “Nafnaskrá” (address book), “Dagatal” eða “Síðast notað”. Að lokum skal alltaf smella á “Vista og loka”.